föstudagur, desember 29, 2006

Hljómeykistónleikarnir gengu barasta mjög vel, merkilegt nokk. Eins og ég hafði miklar áhyggjur af þessu á síðustu æfingunni fyrir jól. Ég held það hafi skilað sér að maður var dálítið strangur þá og skipaði fólki að liggja yfir þessu yfir jólin. Fyrstu fjögur lögin voru frekar einföld miðað við hin en lítið æfð þannig að það myndaðist mikil spenna í upphafi tónleika og allir voru á tánum sem mér fannst mjög gott. Það hlustuðu allir svo vel innbyrðis. Svo var svo gaman hvað það myndaðist allt í einu góður hljómur í kórnum og það er alltaf jafn gaman þegar það gerist á tónleikum. Ég verð nú að segja mér það til hróss að á báðum kórtónleikum mínum í desember hefur fólk sérstaklega haft það á orði hvað lagavalið er gott og hvað það hafi myndast góð stemmning á tónleikunum.
Svo var nú gott að geta slappað af eftirá með kórfélögunum heima hjá Hildigunni og drukkið gott vín.

Engin ummæli: