sunnudagur, desember 10, 2006

Það myndaðist rosalega góð stemning á tónleikunum í kvöld. Og kórinn hefur aldrei sungið svona vel. Það var virkilega flottur og jafn hljómur í honum. Þetta gekk líka alveg snuðrulaust fyrir sig. Meira að segja allar tilfærslur á kórmeðlimum.
Þetta er í þriðja skiptið sem ég stjórna tónleikum með Fílharmóníunni og í öll þrjú skiptin hefur sópransólistinn verið veikur. Hulda Björk var með kvef og átti í erfiðleikum með neðra sviðið á æfingunni en fór létt með háu tónana. Svo var ekkert að heyra að hún væri veik á tónleikunum. Hún heillaði alla upp úr skónum. Ekki síst kórmeðlimi.
Nú er ég búinn að senda tölvupóst á kórinn og segja honum að slaka ekki á fyrir þriðjudaginn. Þetta er alveg stórhættulegt.

4 ummæli:

Syngibjörg sagði...

Til hamingju með þetta. Viltu skila jólakveðju til kórsins og knúsa Huldu frá mér.

Maggi sagði...

skal gert

Hildigunnur sagði...

tlamíngj :-D

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir kvöldið! Ég lofa að slaka ekki á fyrir þriðjudaginn ;o)