þriðjudagur, desember 05, 2006

Litli kútur er orðinn 79 cm og tæp 10 kg að þyngd. Sama sagan og áður... langur og mjór. Ég las einmitt um daginn að börn fá lengdina frá föður og þyngdina frá móður. Ég var alltaf höfðinu hærri en aðrir krakkar fram að fermingu. Það sem hann hefur fengið fleira frá mér er gott ónæmiskerfi, ég verð eiginlega aldrei veikur og hann hefur ekkert veikst eftir að hann byrjaði hjá dagmömmunni sem henni finnst mjög merkilegt. Hann vill heldur ekki blanda saman mat. Í morgun vildi hann t.a.m. ekki blanda saman kjötbollunum, kartöflunum og vildi enga sósu. Þegar ég var lítill dreymdi mig um disk með hólfum til að halda matnum aðgreindum og lengi vel borðaði ég hamborgarann bara í brauðinu og sama átti við pulsur.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Litli kutur!
Hann er nu rosalega likur ther!

En hvad mat vardar. Eg hardneitadi ad lata kartoflur inn fyrir minar varir sem barn....sjalfsagt vitad ad thaer voru pura kolvetni og fitandi ;)

En eg skil Isak mjog vel ad vilja ekki blanda matnum sinum saman, thetta er bara spurning um lifstil.

Jolakvedjur
Inga

Þóra sagði...

Þið verðið bara að kaupa disk með hólfum handa barninu ;-)

Bryndís Ýr sagði...

Hahahahaha :D

elska sérviskusögur - á nefnilega svo margar á lager sjálf, alltaf gott að heyra af fleirum sem eru sérvitrir!!! ;)

Ísak kútur er alltaf svo sætur, algjör englabossi. Mér finnst hann rosalega líkur ykkur báðum, held samt að hann sé með augnsvipinn hennar Hrafnhildar - eða nefið... allavega höfuðlagið. Æi, hann er bara sætur.

Bryndís frænka