þriðjudagur, desember 12, 2006

Það gerist nú ekki á hverjum degi sem það er mynd af okkur hjónunum í blaðinu á sitt hvorum staðnum en þannig er það nú í Fréttablaðinu í dag. Það er viðtal við Hrafnhildi talmeinafræðing með mjög flottri mynd í miðblaðinu og svo er mjög tilgerðarleg mynd af mér að stjórna hjá leikhúsauglýsingunum. Greyið kórarnir mínir ef ég lít alltaf svona út þegar ég stjórna!

Hljómeykisæfingin í gær gekk mjög vel og ég er aðeins rólegri fyrir tónleikana. Það er nokkuð langt í þá en mjög fáar æfingar eftir. Ég náði að hreinsa til í Poulenc og ýmsu öðru og veit að það verður virkilega flott.

Svo eru seinni tónleikarnir hjá Fílharmóníunni í kvöld. Ég hlakka mikið til því það myndaðist svo góð stemning á sunnudaginn. Við erum búin að fá mikið hól.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Elsku frændi, hvaða vitleysa er þetta í þér, þú ert bara pínkulítið tilgerðarlegur á þessari mynd, er hins vegar sammála þér með eiginkonuna:-)
Til hamingju með eins árs afmælið, nú þurfa gaurarnir okkar að fara að hittast.
Knús, Jakobína

Nafnlaus sagði...

Maggi minn mig langaði bara til að þakka þér fyrir vægast sagt stórkostlega tónleika sl. sunnudagskveld. Þvílík upplifun. Við mæðgur svifum á bleiku hnoðri eftir kvöldið búnar að endurnæra andann með þessum frábæra hætti. Mamma sagði bara aldrei hafa séð jafn flottan stjórnanda :-)

Maggi sagði...

Takk takk