mánudagur, júlí 04, 2005

Últrahljóð

Við fórum í sónar í dag (sem heitir Ultraljud á sænsku) og þið hefðuð átt að sjá hvernig augun hennar Hrafnhildar tindruðu. Það var æðislegt að sjá litla krílið sparka og sjúga hendina sína. Allt virðist vera eðlilegt og þetta eru EKKI tvíburar!
Annars átti ég oft í erfiðleikum með að lesa eitt eða neitt út úr því sem maður sá á skjánum. Ég þóttist sjá hausinn, með augu, nef og varir en svo sagði hjúkkan: hérna er maginn, og hjartað og annar fóturinn..... óóóókey.....
En svo var maður farinn að átta sig betur á þessu, sérstaklega þegar maður þekkti hryggjarsúluna og gat þá áttað sig á hvað sneri upp og niður.

Við vorum annars að koma frá Frakklandi, brún og sæt. Hápunkturinn var nátturlega hjónavígsla yndislegasta pars í heimi á alveg frábærum stað. Athöfnin var svo falleg í miðaldakirkju í litlu sveitaþorpi og svo var veislan í garðinum í sumarhúsi fjölskyldu Dóro og vel veitt af öllu. Það sem við Íslendingarnir skildum ekki var hvernig stóð á því að þar sem hún gat verið á svona frábærum stað, af hverju valdi hún að flytja til Selfoss af öllum stöðum. Það var líka gaman að hitta gamla liðið og skemmta sér fram undir morgun.

Síðan fórum við á Rívieruna og slöppuðum af þar. Við vorum hissa á því hvað allt er dýrt þarna og að enginn er tilbúinn að tala neitt annað en frönsku. Eftir nokkra daga fórum við aðeins frá ströndinni til að borða og þá var ekkert mál að fá matseðil á ensku og fólk almennilegra. Á einum staðnum við ströndina borðaði Hrafnhildur versta og bragðlausasta pasta sem sögur fara af. Ég hélt stundum að ég fattaði hvað stóð á frönsku en svo fékk ég rækjurétt þegar ég hélt ég hafði pantað samloku.

Engin ummæli: