föstudagur, júlí 08, 2005

Tónleikarnir í gær voru mjög notalegir og fínir. Mörg verkin tókust best á tónleikunum, sérstaklega verkið mitt. Hann átti í dálitlum erfiðleikum með suma háu tónana á æfingunum en svo spilaði hann voða vel í gærkvöldi. Það virðist koma heilmikið af fólki sem er bara hérna yfir sumarið. Það eru alla vega ansi mörg ný andlit.
Ég fékk lánaðan minibússinn hér úr vinnunni yfir nóttina því það er enginn strætó eftir kl. átta og það er svo rosalega mikið mál að fara með lestinni og skipta og svoleiðis. Það tekur mig ca. 40 mín. að keyra og ég naut útsýnisins á leiðinni bæði í gærkvöldi og svo aftur í morgun. Mjög fallegir akrar en vegirnir eru ansi hlykkjóttir og það verður spurning hversu gaman það verður að keyra þetta mörgum sinnum í vetur.

Engin ummæli: