sunnudagur, júlí 17, 2005

Vei rigning!

Við erum komin heim. Það er ýmist í ökkla eða eyra. Við vorum að stikna úr hita í Svíþjóð og núna að hneykslast á þessari veðráttu hér heima.
Það er þvílíkt prógram á hverjum degi, um að gera að vera skipulagður þannig að maður missi ekki af neinum. Ég er búinn að æfa Pabbastellinguna með Jökli nokkrum sinnum og fylgst með þegar skipt var um bleyju.
Í gær var ég við hjónavígslu Láru Bryndísar og Ágústs, söng í kórnum sko. Gat ekki annað því hún var fyrsta til að melda sig í kórinn hjá okkur í fyrra og var svo mjög leið þegar í ljós kom að hún var búin að tvíbóka sig. Þetta var náttúrlega glæsilegt í alla staði.
Við fengum sömu svör frá Tryggingastofnun eins og áður um að við eigum engan rétt til fæðingarorlofs á Íslandi ef barnið fæðist úti og þó svo við kærum og áfrýjum og allt það þá eigum við í hæsta lægi rétt á lágmarksstyrk. Þetta er mikið púsluspil.
Í dag erum við komin 20 vikur á leið, sem sagt hálfnuð. Indra er ca. 8 vikum á undan og komin með ansi myndarlega bumbu. Svo ætlum við að reyna að hitta allar bumbulínur áður en við förum út. Um að gera að nýta tímann vel þannig að það verði engin slagsmál síðustu dagana.

p.s. Það er hægt að skrifa komment á þessa síðu. Stundum held ég að enginn lesi hana en svo heyri ég frá hinum og þessum sem virðast lesa í hverri viku. Margir vinir mínir senda mér alltaf tölvupóst með kommentum en það er alveg eins hægt að skrifa hér. Over and out!

Engin ummæli: