fimmtudagur, júlí 28, 2005

Móttökunefndin

Ég skutlaði móttökunefndinni út á flugvöll í morgun á stóra, ameríska jeppanum. Halldór og Dísa fóru sem sagt út til Stokkhólms í morgun af því það var ekki hægt að kaupa miða fyrir vildarpunkta í vélinni sem við förum með í kvöld. Ég vona að þau finni íbúðina. Hrafnhildur er búin að vera að drepast í bakinu og fór til sjúkraþjálfara í gær sem sagði að þetta væri einkenni grindargliðnunar. Við vonum auðvitað öll að þetta verði ekki alvarlegt eða langvarandi. Hún gat eiginlega ekkert sofið hér um nóttina.

Ég vonast til þess að við getum keypt okkur bíl á morgun. Ég er búinn að vera að skoða á netinu og hef fundið nokkra en hann þarf helst að vera skoðaður fram á næsta ár og helst búið að borga skattinn af honum. Svo þætti mér leiðinlegt ef hann bilar mitt á leiðinni þegar Hrafnhildur er að því komin að fæða í desember. Við erum annars að velta því fyrir okkur hvenær við eigum að flytja heim. Krulli á að koma 3. des. en gæti farið fram yfir og kæmi þá í síðasta lagi 17. des. Við höfum talað um að koma heim 22. en ef hann fæðist svona seint þá er hann bara 5 daga gamall og Hrafnhildur kannski ekki búin að jafna sig. Þ.a. við erum jafnvel að hugsa um að panta bara fljótlega miða heim milli jóla og nýárs. Taka jólin bara rólega þarna úti. Við höfum oft hugsað til þess að Halldór og Dísa fóru með Hrafnhildi til Uppsala bara þriggja vikna og við ættum ekki að vera væla mikið en svo kom í ljós um daginn að það var meira mál en þau hafa sagt hingað til.

Ég var að skoða bækling frá Kirkjutónlistarmótinu í Gautaborg 1996 sem Halldór fór á og sá þar nánast allt fólkið sem ég vann hvað nánast með og áttaði mig á því að ég var ansi heppinn með kennara. En það var alveg tímabært að flytja því ég var búinn að fá eiginlega allt út úr þeim sem hægt var.

bæðevei: Við tölum bæði um Krulla og segjum alltaf "þegar hann fæðist" en við vitum sem sagt ekkert hvort kynið þetta er þ.a. barnið verður kallað Krulli þangað til það fæðist og talað um hann í karlkyni. Við höfum hingað til verið nokkuð sannspá um kyn ófæddra barna vina okkar og til að byrja með hafði ég tilfinningu fyrir því að við ættum von á Strák en nú er ég á báðum áttum.

Engin ummæli: