þriðjudagur, júlí 26, 2005

Ísland sýnir sínar bestu hliðar

Maður er ekkert að blogga voða mikið þegar við erum heima. Það er búið að vera svo fínt veður fyrir utan fyrstu dagana og stíft prógram við að hitta alla og gera ýmislegt. Suma náum við ekki að hitta almennilega en við erum nú að flytja heim um áramótin. Umræðurnar í heimsóknunum hafa að tveimur þriðju hlutum snúist um barn og barneignir og afgangurinn um fasteignir. Við ætlum sem sagt að bíða og sjá með íbúðarkaup, vita hvort verð fari ekki að lækka en við fylgjumst vel með.

Ég fékk hringingu í morgun og þar sem mér var tilkynnt að ég er orðinn stjórnandi Fílharmóníunnar frá og með áramótum. Ég fór á tvo fundi og þar var létt á hjalla. Það var reyndar sama tilfinning fyrir þetta atvinnuviðtal eins og síðasta sumar þar sem ég gerði mér litlar vonir um að fá starfið. En þau vilja endilega fá mig og ætla að bíða eftir mér í allt haust. Undanfarnar nætur hef ég átt erfitt með að sofna því maður fær svo margar hugmyndir fyrir þetta starf. Svo hef ég verið að spurjast fyrir hvort menn vita um einhverja organistastöðu sem er að losna og það virðist ekki vera neitt þannig að ég geri ráð fyrir að frílansa fram á næsta haust og vonandi verður þá eitthvað auglýst. Eitthvað almennilegt vona ég.

Engin ummæli: