laugardagur, júní 25, 2005

Midsommar

Við fórum í göngutúr í dag á milli þess sem við vorum að pakka niður og uppgötvuðum nátturupark bara nokkrum metrum frá okkur. Og við sem erum að flytja. Það er midsommar núna og skrítið hvað það verður alltaf hljótt í borgunum um þessa helgi. Það var ansi heitt í gær og ég byrjaði daginn á því að skokka úti í skógi þar sem það var lokað í líkamsræktinni, en það var svo heitt og loftlaust að maður var ansi langan tíma að jafna sig eftir á. Svo fengum við Ingibjörgu í heimsokn og grilluðum úti á grasi og það var ansi notalegt.
Það gengur bara ágætlega að pakka og tilkynna öllum fyrirtækjum um flutningana. Á morgun förum við til Frakklands til að vera við hjónavígslu Markúsar og Dóró á mánudaginn. Við erum voða spennt að sjá hvernig sú athöfn verður, ekki síst þar sem hún verður kaþólsk í miðaldakirkju. Ég ætla að syngja Maríukvæðið eftir Atla Heimi við texta Halldórs Laxness en það verður a-capella þar sem það er ekkert hljóðfæri í þessari kirkju. Svo förum við á rívíeruna í nokkra daga og komum svo á sunnudaginn, förum í sónar á mánud. flytjum á þriðjudaginn, fáum að hlusta á Krulla á fimmtudaginn og svo Ísland mánud. eftir tvær vikur. Sjáum til hvort við náum að kaupa bíl fyrir það.
Við erum búin að setja rosa fallega svarthvíta mynd af Jökli litla á skrifborðið í tölvunni og maður getur ekki annað en dást að honum. Hlökkum mikið til að koma heim og heilsa honum almennilega.

Engin ummæli: