Um daginn þurfti ég að spila Are you lonesome tonight sem inngöngutónlist við jarðarför. Þurfti að dúbbeltékka á hvort ég hefði lesið miðann rétt. Í kapellunni í kirkjugarðinum er digitalorgel og svona dægurlög hljóma alveg bærilega í því. Miklu betur en á alvöru orgelinu í kirkjunni. Og svo eru svo margar raddir á því að það er hægt að spila hvað sem er. Oftast er nefnilega bara lítið eins manúela orgel í svona kapellum sem virka ekki svo vel þegar maður er beðinn um að spila stór klassísk orgelstykki.
Um daginn sagði ég við sóknarprestinn að mér þætti svo fínt hvað hann og hinn presturinn eru ólíkir í sínum hlutverkum. Hinn er ansi frjálslegur og þessi er hátíðlegur. En þetta fór eitthvað illa í hann því orðið "högtidlig" hefur annan blæ hér í Svíþjóð en á Íslandi. Menn tengja þetta meir við gamaldags, formlegur og þess háttar, sérstaklega innan kirkjunnar, og það þykir ekki eftirsóknarverður eiginleiki um þessar mundir. Ég útskýrði fyrir honum að ég meinti þetta sem hól og hann skildi það en hefur svo alltaf spurt eftir hverja athöfn: Var þetta nógu "högtidligt" hjá mér? .... og svo glottir hann.
Við Hrafnhildur höfum líka lent í því að segja að einhver sé stór en það má ekki á sænsku. Það þýðir eiginlega að vera mikill um sig. Maður á að segja "lång". Það neiðarlega við þetta er að í báðum tilvikunum vorum við að tala um stelpur sem fyrir utan það að vera hávaxnar þá máttu þær við því að missa nokkur kíló.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli