sunnudagur, júní 05, 2005

Sjung, sjung, sätt hela kyrkan i gung

Við vorum með lokatónleika í dag þar sem allir kórarnir komu fram og svo var grillað eftir á. Þetta var voða gaman. Týpískt fyrir unglingakórinn að þau verða þreytt á lögum eftir að hafa sungið þau tvisvar en vildu allt í einu syngja fullt af aukalögum og gátu ekki beðið eftir að byrja í haust.
Svo fékk ég svaka gæsahúð þegar öll kirkjan söng nokkra sálma og ég spilaði full blast á orgelið. Erum að hugsa um að hafa þetta einu sinni á önn. Svo fékk ég rauðvínskörfu í gjöf frá kórnum. Hef ekki drukkið rauðvín í ansi margar vikur fyrst að Habbidur má ekki drekka neitt.

Engin ummæli: