þriðjudagur, maí 31, 2005

Það er öldungis ágætt að vera í fríi á mánudögum og þriðjudögum og í dag greip ég tækifærið og skellti mer í bíó á miðjum degi. Fór að sjá "The Life Aquatic with Steve Zissou" eftir Wes Anderson og skemmti mér vel. Þetta er mjög fínlegur og dálítið súr húmor en ég get mælt með henni. Bill Murray er í uppáhaldi hjá mér og svo er William Dafoe fræbær sem þýskur liðsmaður.

Það voru fermingarmessur um helgina, alveg troðfull kirkja í bæði skiptin og ansi loftlaust. Ég stillti orgelið á föstudaginn en ég heyrði mun á milli messanna. Þarf að stilla það aftur í vikunni. Spilaði tokkötuna úr Gottnesku svítunni sem ég hef aldrei þorað að spila í messu því aðalstefið er svo macabert en hún féll í góðan jarðveg. Gat meira að segja spilað hana án aðstoðar því hún er 10 blaðsíður og það þarf að ýta á nokkra auka takka þegar mest gengur á en þetta hafðist allt saman. Sum fermingarbörnin voru voða vel til höfð en önnur voru bara í gallabuxum og strigaskóm. Svo voru þau ekki spurð heldur bara blessuð. Það var nú ekki þannig á mínum tíma. En þetta var þó betra en þegar ég spilaði í fimm fermingarmessum á einum degi, rúmlega 20 börn í hverri og troðfull timuburkirkja í hvert sinn á heitum sumardegi. Þegar ég spilaði postludium þá var fólk ekki að taka tillit til organistans og rakst í öxlina og talaði hástöfum. Það fór í taugarnar á mér.

Í þessari viku eru síðustu kóræfingarnar og svo eru tónleikar á sunnudaginn en við tekur litla vokalensemblið mitt sem byrjaði að æfa á sunnudaginn og svo verð ég með nokkra söngnemendur í sumar, þ.e. þegar ég er ekki í fríi. Mikaeli syngur Poulenc á föstudaginn, tekur upp tónlist eftir sænska tónskáldið Rosell sem lést í janúar helgina eftir það og svo syngjum við verkin á tónleikum auk annarra vorsöngva. Það er alveg svakalegt tempó á þessum kór. Bara í vetur höfum við æft og sungið sex ólík tónleikaprógröm og aldrei sungið sama verkið tvisvar. Og ekkert smá erfið verk.

Engin ummæli: