fimmtudagur, júní 09, 2005

Tveir yndislegir dagar

Í gær og í dag er búið að vera svo gott veður, sól og hiti. Það er nefnilega búið að vera svo kalt á sænskan mælikvarða undanfarnar vikur.
Mér tókst líka að fara í líkamsrækt fyrir vinnuna í gær. Mér hefur eiginlega aldrei tekist það áður.
Ég brillera alveg í vinnunni. Ég gerði auglýsingu í gær sem allir voru svo hrifnir af og svo gat ég gert við eina tölvuna.
Ég heyrði frá bróður mínum og þegar ég athugaði eftir á hversu lengi við höfðum talað saman þá reyndist það vera rúmlega 20 min. Gemsi í gemsa nota bene. Hvað ætli það hafi kostað hann. En hann úr búinn að vera veikur heima greyið undanfarna daga og svo var kærastan að fara til Spánar í morgun.
Ég er að lesa svo skemmtilega bók sem heitir Things my girlfriend and I have argued about eftir Mil Millington. Maður er buinn að hlæja upphátt í lestinni ansi oft.
Fékk tölvupóst frá Guðríði pianokennaranum minum sem benti mér á að sækja um sem stjórnandi Fílharmoníunnar og mér þótti mjög vænt um það. Það er náttúrlega fyrir haustið og við flytjum ekki heim fyrr en í fyrsta lagi eftir áramót. Svo fékk ég annað skeyti frá formanninum í dag og það var ekki verra.
Ég er byrjaður með söngtíma fyrir starfsfólk og kórfélaga og það gengur mjög vel. Sumir eru ágætir á meðan aðrir kunna ekki neitt.
Við fengum endurgreitt frá skattinum og ættum því að geta keypt okkur bíl þegar við flytjum. Svo hafa verðbréfin sem ég keypti í vor snarhækkað undanfarna daga þannig að við ættum að geta notað þau plús það sem við leggjum til hliðar í haust plús hlutabréfin sem Pabbi keypti fyrir okkur börnin til að kaupa húsnæði þegar við flytjum heim.
Það voru allir ánægðir með tónleikana á sunnudaginn og við erum búin að ákveða að halda aðra slíka í haust. Þær í barnastarfinu voru reyndar pirraðar og mér fannst ég skynja það eftir tonleikana og í dag kom i ljós að þær voru óhressar með það sem annar presturinn sagði undir lokin. Ég held að þetta sé uppsafnaður pirringur hjá þeim. Ég og kollegi minn erum mjög ánægðir með hann, sérstaklega sem prest en ég hef tekið eftir því að þær vilja eiginlega að hann segi sem minnst þegar það eru t.d. fjölskylduguðsþjónustur.

Engin ummæli: