laugardagur, júní 18, 2005

Hiti

Í nótt fuku sængurnar og við sváfum með sængurverin. Það er búið að vera ansi heitt undanfarna daga. Annars erum við að undirbúa flutninga og pökkum niður í kassa við og við. En við ætlum að notast við flutningafyrirtæki og það verður mikill munur. Við erum meira að segja svo praktísk að við reynum að nota sömu kassana frá því í haust með sömu merkingunum. Nú ætlum við að fara út að grilla.
Ha det bra og gleðilega þjóðhátíð um daginn.

Engin ummæli: