Ég næ ekki glottinu af Hrafnhildi frænku. Ekki það ég hafi reynt mikið. Sjálfur er ég búinn að vera glottandi undanfarna daga því það er farið að sjást greinilega á minni. Það var tekin fyrsta bumbumyndin um daginn.
Ég hélt píanótónleika áðan sem gengu mjög vel. Það er reyndar búið að vera svo heitt í dag að fingrarnir voru ansi klístraðir og af þeim sökum missti ég af nokkrum nótum en ég held ekki að neinn hafi tekið eftir því.
Þetta voru fimmtu einleikstónleikarnir mínir síðan ég byrjaði og ferlið er alltaf eins. Nokkrum mánuðum áður ákveð ég ca. hvað ég ætla að spila. Nokkrum vikum áður fer ég að hafa áhyggjur af því að þetta sé ekki nógu mikið og fer því að æfa ný stykki. Svo tvo síðustu dagana átta ég mig á því að ég er með of langt prógram og þarf að taka eitthvað út. Svo síðustu klukkutímana fæ ég áhyggjur af því að enginn komi en svo kemur alltaf nógu mikið af fólki og þetta hefur alltaf heppnast vel hingað til.
Þessir píanótónleikar eru alltaf voðalega huggulegir og það er bara gaman að æfa upp þessi stykki sem maður spilaði síðast fyrir 10 árum og gaman að átta sig hvað manni hefur farið fram.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli