þriðjudagur, apríl 05, 2005

Við erum búin að vera með kabalsjónvarp síðan í haust en um daginn þá bilaði myndlykillinn. Og þegar við fengum nýjan þá náðum við allt í einu miklu fleiri stöðvum. Þetta eru einhver mistök hjá fyrirtækinu því við borgum ekkert meira. Ég bjóst jafnvel við að þeir myndu leiðrétta þetta núna um mánaðarmótin en það gerðist sem betur fer ekki. Við náum reyndar ekki tveimur stöðvum í gegnum myndlykilinn og þurfum að ýta á marga, marga takka á nokkrum fjarstýringum til að sjá þær en ég þori ekki að fikta í neina til að leiðrétta það af ótta við að missa af þessum bónusstöðvum. Þetta minnir mig á Chandler og Joey þegar þeir náðu ókeypis klámi og þorðu ekki að slökkva á sjónvarpinu. bæ ðe vei... það er sýnt alveg fullt af klámi á þessum stöðvum. Ég horfði einu sinni á sjónvarpið eftir miðnætti og þá var klám á fjórum stöðvum samtímis... ekki það að ÉG hafi gaman af svoleiðis..... nei, í alvöru, þetta var frekar óaðlaðandi fólk, svona dæmigerðar klámstjörnur með rosalega stór sílikonbrjóst í ansi grófum stellingum. jamm og já! Förum ekki nánar út í það.

Engin ummæli: