fimmtudagur, apríl 14, 2005

Allir að fara á tónleika með Kammerkór Konunglega tónlistarháskólans í Stokkhólmi. Ég veit ekki betur en að þeir séu á föstudaginn kl. 20.00 í Neskirkju og það sé ókeypis. Ég er búinn að vera að hjálpa þeim við þessa Íslandsferð og það væri svo leiðinlegt ef það koma fáir á tónleikana. Það eru nokkrir úr kórnum í Mikaeli kórnum og þau komu öll til mín á þriðjudaginn og sögðu: "Ég er að fara til Íslands á morgun.....ííííííí!!!!!" og hoppuðu og skoppuðu. Það eru engar ýkjur. Alla Svía dreymir um að koma til Íslands. Ég veit að þau ætla að syngja alla vega eitt lag á íslensku sem ég kynnti fyrir kórstjóranum og hann elskar.

Engin ummæli: