Í gær vorum við með djassmessu með bandi og öllu. Það var voða gaman og tókst vel. Hrafnhildi þótti reyndar sum lögin ansi löng og ég er dálítið á því líka. En það er nokkuð öðruvísi að stjórna svona djass. Þetta voru aðallega lög eftir Ellington. Við vorum með nýjar útsetningar en þurftum að breyta ýmsu á síðustu stundu. Ég var búinn að vara kórinn við þessu og þau voru sem betur fer mjög vel með á nótunum og komu alltaf rétt inn. Enda sagði bandið að af öllum þeim kórum sem þeir höfðu unnið með þá hefði þessi verið best undirbúinn. Mér fannst nú ekki leiðinlegt að heyra það.
Í messunni fyrr um daginn fékk ég þrjár fermingarstelpur til að syngja tvö lög sem fara reyndar bæði upp á f''. En við höfðum hist tvisvar sinnum til að æfa og ég kenndi þeim ýmislegt í tækni og stuðning. Í seinna skiptið heyrði ég greinilegan mun á þeim og fannst það alveg æðislegt en þær voru ekkert smá erfiðar. Ég þurfti alltaf að peppa þær upp. Fyrst fannst þeim þetta svo hátt, og svo þegar ég var búinn að kenna þeim rétta tækni og þær gátu sungið tóninn þá fannst þeim þær ekki geta opnað röddina nógu vel og vildu hætta við annað lagið. Ég stakk upp á að við gætum sleppt síðasta erindinu sem fór ansi hátt en þá var það ekki tekið til greina og þær vildu allt í einu syngja það allt. Í messunni sungu þær vel og voru held ég nokkuð ánægðar eftir á.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli