þriðjudagur, apríl 19, 2005

Það er búð hérna í Stokkhólmi, ég held hún selji gleraugu, sem heitir FCUK og ég veit ekki hvort ég er svona mikill perri en ég les þetta alltaf öðruvísi þegar ég geng fram hjá henni.

Svíarnir voru í skýjunum eftir Íslandsferðina. Ég er búin að skoða Moggan á hverjum degi en það virðist ekki vera nein gagnrýni um tónleikana þeirra. Við erum að æfa alveg svakalega strembið prógram núna sem ég hef aldrei sungið áður. Það eru tónleikar eftir mánuð og eins og oft áður sé ég ekki fram á að við náum að gera þetta vel en viti menn... þegar að því kemur stendur kórinn sig þrusu vel.

Ferlega var gaman að sjá í sjónvarpinu þegar hvíti reykurinn kom, klukkurnar byrjuðu að hringja og viðbrögð fólksins.

P.s. Þóra, ég vona að þú hafir ekki samviskubit út af bókinni. Ég var náttúrlega bara að grínast.

Engin ummæli: