fimmtudagur, janúar 03, 2008

Þetta er ekki einleikið

Þegar við fluttum til Svíþjóðar tókum við örbylgjuofninn hans pabba sáluga. Sá ofn var ágætur. Þegar við fluttum innan Stokkhólms þá fundum við ekki diskinn sem átti að vera í honum. Ég hafði komið honum fyrir á mjög sniðugum stað en mundi ómögulega hvar sá staður var. Við keyptum því nýjan ofn og viti menn... sama dag fundum við diskinn úr gamla ofninum. Ég hafði sett hann í nótnatöskuna mína. Við losuðum okkur við gamla ofninn en fljótlega kom í ljós að sá nýi var ekki nógu góður. Það tók hátt á fjórða mínútu að poppa! Við þurftum því alltaf að vakta popppokann og fannst þessi ofn alltaf frekar máttlítill. Í dag keyptum við fyrstu uppþvottavélina og hún var á svo góðum afslætti að ég keypti almennilegan örbylgjuofn í leiðinni. Sem ég er að taka hann upp úr kassanum tek ég eftir plastfilmu utan um hann sem maður á rífa af. Það er meira að segja límmiði ofan á honum sem tekur fram að þessa plastfilmu verði að fjarlægja áður en ofninn er notaður í fyrsta skipti. Ég hugsaði með mér: Er þetta ekki augljóst? Er virkilega til fólk sem er svo fljótfært að það taki ekki þessa filmu af. Svo set ég nýja ofninn upp og sem ég tek þann gamla niður tek ég eftir nákvæmlega eins límmiða á honum. Í tvö og hálft ár höfum við haft plastfilmu utan um örbylgjuofninn sem gæti verið ástæða þess að hann var svona kraflítill!

2 ummæli:

Bryndís Ýr sagði...

hahahahahahahahahahahahahahahahahahaaaaaaaaaaaaaaaaaaahahahahahahahahahahahah

Þetta var besta saga sem ég hef heyrt lengi lengi lengi. Hláturinn lengi lífið. Takk Maggi :)

Kv. Bryndís frænka

...já og gleðilegt ár til ykkar allra og takk fyrir þau gömlu

Nafnlaus sagði...

hahhahahahaha

Þóra Marteins