þriðjudagur, janúar 22, 2008

Hafi ég haft lítið álit á nýjum meirihluta í borginni í haust þá finnst mér þessi nýjasti alveg einstaklega ógæfulegur. Það er gaman að bera saman fréttamannafundina þar sem tilkynnt var um nýjan meirihluta. Dagur og félagar mættu sigri hrósandi á Tjarnarbakkanum og gengu eins og í Dressmann auglýsingu. Sjálfstæðismenn stóðu hálf skömmustulegir á Kjarvalstöðum fyrir framan hráan steinsteypuvegg og það bergmálaði allt í kringum þá.
Mér skilst að það hafi rétt náðst að forða einkavæðingu leikskólanna í haust en ég heyrði ekki betur í gær en að það væri sett aftur á dagskrá.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

já, ojbarasta!