fimmtudagur, janúar 03, 2008

YYYEEESSSS!!!!!

Ísak er kominn inn á leikskóla! Loksins!
Hann fær að byrja á leikskóla KFUM á mánudaginn. Sem betur fer get ég verið heima í þessari viku og svo verið með honum í aðlögun í næstu viku. Leikskólinn er nálægt Áskirkju þannig að ég mæti bara snemma í vinnuna aldrei þessu vant. Ég var meira að segja að hugsa um að gerast svo snobbaður og fá mér líkamsræktarkort í Laugar. Mér finnst ómögulegt að keyra hann niðureftir og fara svo aftur upp í Orkuverið í Egilshöll þar sem ég hef haft kort í tæp tvö ár. Ég á aldrei eftir að nenna því. Ég get þá skiptst á að fara í ræktina og synda. Okkur líst mjög vel á þennan leikskóla, mun betur en þann sem er hérna við hliðina á okkur og Ísak er enn á biðlista á.

3 ummæli:

Me sagði...

Gleðilegt ár!
Til hamingju með þessa flottu byrjun á nýju ári fyrir Ísak, og ykkur öll.

Nafnlaus sagði...

Til hamingju :D

Þóra Marteins

Bryndís Ýr sagði...

Til hamingju með plássið! Frábært alveg. Veit um einn gamlan vin hans Ísaks Þorra sem er á þessum leikskóla (ef hann er ekki búinn að skipta) var allavega þar og þau voru rosa ánægð með hann. Frábært!

Bryndís frænka