Svo er Mogginn er alveg í essinu sínu í leiðara sínum í dag.
"Í gær kallaði Samfylkingin fólk á áheyrendapalla Ráðhússins vegna kjörs nýs borgarstjóra á vegum nýs meirihluta í borgarstjórninni. Þeir áheyrendur, sem Samfylkingin kallaði til höfðu uppi hróp og köll og púuðu á nýjan borgarstjóra og aðra."
"Samfylkingin þolir bersýnilega ekki að missa völdin í borgarstjórn og bregst við með afar ógeðfelldum áróðri gegn Ólafi F. Magnússyni, borgarstjóra."
Þessi frétt um lyklaskiptin er líka alveg kostuleg.
"ÓLAFUR F. Magnússon tók við lyklavöldum borgarstjóra í ráðhúsinu af fráfarandi borgarstjóra, Degi B. Eggertssyni, eftir átakafund í borgarstjórn í gær. Þrátt fyrir að hitnað hafi í kolunum í borgarstjórn kom nýjum og fráfarandi borgarstjóra vel saman við lyklaskiptin og hrósaði Ólafur forvera sínum í hástert fyrir frammistöðu sína í embættinu. Sagðist Ólafur vonast til þess að hann og Dagur ynnu aftur saman í framtíðinni, þó svo að málum hafi lyktað svona að þessu sinni. Óskaði Dagur honum velfarnaðar í starfi."
Þessi lyklaskipti voru einstaklega kuldaleg. Dagur sagði ekkert nema gjörðu svo vel en Ólafur reyndi að sleikja hann upp. Þá sagði Dagur "gangi þér vel" og klappaði honum á olnbogann. Sjá hér.
4 ummæli:
Þar sem þú nefndir biðlaun þá er öllum frjálst að afþakka þau þ.m.t Dagur B. Hinsvegar tel ég að það ætti að endurskoða þessi lög um biðlaun almennt. Ég tel að t.d. borgarfulltrúar sem kosnir eru í stól borgarstjóra og standa svo af einhverjum ástæðum uppúr þeim stól áður en kjörtímabilinu lýkur og fara aftur í "venjulegt" borgarfulltrúar embætti ættu ekki að eiga rétt á biðlaunum, tel að þetta sé of viðtæk trygging.
Ég get tekið undir það að lyklaafhentingin var eins kuldaleg eins og hún gat orðið og án þess að ég þori að fullyrða það þá held ég að þetta sé ein sú kuldalegasta í ráðhúsinu til þessa, ekki ætla ég að dæma um hvorum þeirra þessi kuldalega framkoma er að kenna en var þeim aðila til vansa að mínu mati.
Hvað varðar skipun formanns barnaverndar þá var þetta vissulega óheppilegt en slík mistök geta ávallt átt sér stað, því miður, en Kristín hefur hinsvegar sagst ætla gegna þessu embætti þar til búið sé að skipa eftirmann hennar svo ekki er um neitt neyðarástand að ræða enda Kristín mikils metinn lögmaður sem tekur starf sitt og ábyrgð alvarlega.
Þú talar um 580 milljónir fyrir fasteignirnar á laugarveginum, þessi upphæð hefur hinsvegar ekki verið staðfest en ef hún er rétt þá er hún líklega í hærri kanntinum EN þetta er ákaflega dýr staðsetning og þegar húseignirnar verða seldar aftur í betra ástandi þá mun væntanlega koma vænleg krónufjárhæð í borgarkassann aftur, ekki satt.
Ég tel hinsvegar augljóst að nýr meirihluti mun láta hendur standa framúr ermum og láta verkin tala eins og komið hefur í ljós síðustu daga og þá er ég að vitna til lækkunar á fasteignagjöldum okkar borgarbúa sem og kaup á þessum húseignum.
Við skulum gefa meirihlutanum kost á að sanna sig líkt og við andarkvartettinum var gefin kostur á að sanna sig s.l. hundrað daga eða svo, er það ekki nokkuð sanngjarnt.
Ég spái því að Sjálfstæðisflokkurinn muni hækka verulega í könnunn sem tekinn verður um mánaðarmótin mars/apríl.
Hvetjum þá alla til að hafna biðlaununum! Þeir skulda borgarbúum það fyrst ekki var hægt að borga leikskólakennurum betri laun! Finnst þér samt ekkert skrítið að Villi og Ólafur verða borgarstjórar í rúmt eitt ár hvor sem gefur þeim rétt á 6 mánaða biðlaunum í stað þriggja mánaða. Villi er ennþá á biðlaunum frá því í haust.
Ég held að þessi lyklaafhending hafi verið sú kuldalegasta ever!
Mig grunar að röksemdafærslan þín hefði orðið önnur varðandi þessi Laugavegshús ef fyrrverandi meirihluti hefði staðið fyrir þessum kaupum. Það er ekki alveg í stíl við þig að vilja verja svona miklum peningum í að varðveita gömul og hrörleg hús. Heldurðu virkilega að það komi inn hátt í miljarður í kassann á móti?
Ég held að stuðningur við nýja meirihlutann gæti slefað upp í mesta lagi 35% í næstu könnun.
Ég var og er á þeirri skoðun að rífa hefði átt þessi hús eða flytja þau annað. En það hefði mátt byggja hús í 19 aldar stíl líkt og gert var í Aðalstrætinu.
Þar er á ferðinni ákaflega falleg endurbyggin, nú þarf bara rífa gömlu Morgunblaðshöllina, það er ljótasta hús landsins, að mínu mati. Byggja þar hús í 19 aldar stíl og þá gæti götuímyndin verið ákaflega skemmtileg.
En líkt og í öllu samstarfi þá verða uppi hugmyndir/hugsjónir frá öllum aðilum, þannig á gott samstarf að vera.
Það stóð ekkert til að byggja hús í 19. aldar stíl þarna heldur forljóta hótelkumbalda. Því miður hefur oft verið misbrestur á þeim nýbyggingum sem við fáum hér í miðbæinn. Til dæmis er bygging á horni Lindargötu og Klapparstígs (reis í fyrra) algjör skelfing.
Skrifa ummæli