föstudagur, apríl 27, 2007

Í febrúar í fyrra tókum við lán fyrir íbúðinni upp á 14,8 milljónir. Á rúmu ári höfum við borgað ca. 816.000 af láninu. Eftirstöðvar í dag með verðbótum eru 15.749.298. Þ.e. lánið hefur hækkað um 1.765.298 kr. á rúmu ári út af verðbólgu. Svo heldur ríkisstjórnin því fram að allt sé í himnalagi í efnahagsmálum og er að hræða okkur með því að ef vinstri stjórn tekur við fer allt til fjandans í efnahagsmálum.

4 ummæli:

Hildigunnur sagði...

já og kaupmátturinn hefur aukist SVOOOO MIIIKIIIÐ. Verst að sú aukning og miklu meira en hún fer í húsnæði nema hjá þeim sem eru nógu heppnir til að hafa verið búnir að kaupa þegar klikkunin fór af stað (í tíma núverandi ríkisstjórnar, audda)

Maggi sagði...

Ég man ekki betur en að kosningaslagorð Sjálfstæðisflokksins fyrir síðustu kosningar hafi verið áframhaldandi stöðugleiki. Þeir hafa nú ekki staðið við það.

Nafnlaus sagði...

Til hammó með ammó

kv.
Þóra Marteins

Tinnuli sagði...

Hæhæ, rakst hingað inn, við erum í alveg sömu stöðu, tókum lán upp á margar milljónir í febrúar í fyrra og eftirstöðvarnar hækka bara og hækka.. svo telur maður sér trú um að það borgi sig að kaupa? Fyrir hvern, afsakið! Kveðja, Tinna Sig.