Ég talaði við formann sóknarnefndar Lindasóknar og lét hann heyra það. Hann stóð fastur á því að þetta væri góð ráðning og sýndi mér ferilskrána. Hún er vissulega fín fyrir tónlistarmann en er ekkert sérstök þegar horft er á kirkjutónlistarhliðina, þar hef ég tvímælalaust vinninginn.
Ísak er svo kátur þessa dagana og er alltaf að hlæja og brosa og svo heyrist ansi mikið í honum, það eru bara heilu tónleikarnir stundum. Þetta er skemmtilegur tími. Hann á það þó að væla þegar mamma hans fer í burtu.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli