miðvikudagur, júlí 12, 2006

Nú er ég fúll. Ég sótti um organistastöðuna í Lindasókn. Sendi inn þessa líka fína umsókn með bestu meðmælum. Svo fór ég í viðtal fyrir viku og það gekk bara mjög vel. Þar var ég sérstaklega spurður að því hvort ég liti á þetta sem framtíðarstarf og ég sagðist gera það. Þetta væri spennandi staða því það á að byrja að byggja kirkjuna á næsta ári og það er mjög spennandi að fá að byggja upp safnaðar- og tónlistarstarfið. Sömuleiðis var ég spurður hvort ég gerði mér grein fyrir aðstæðunum fram að byggingu kirkjunnar, þ.e. að guðsþjónusturnar eru haldnar í mötuneyti Lindaskóla og þarf að bera rafmagnspíanó fram og til baka. Þetta vissi ég því ég hafði spilað þarna í janúar og gerði mér fulla grein fyrir aðstæðum en sagði að til lengri tíma litið væri þetta mjög áhugaverð staða enda verður þetta að öllum líkindum einn stærsti söfnuður landsins þegar fram líða stundir.

Svo fæ ég að vita í fyrradag að það sé búið að ráða Keith Reed í stöðuna. Ástæðan fyrir því að ég er fúll er sú að hann er ekki menntaður sem kirkjutónlistarmaður. Hann er rétt byrjaður í námi Tónskóla Þjóðkirkjunnar. Ég hef ekkert á móti honum persónulega og ég væri ekki fúll hefðu þeir ráðið einhvern sem hefði klárað einhverja kirkjutónlistarmenntun. En með þessari ákvörðun er sóknarnefndin að gefa skít í allt kirkjutónlistarnám. Maður veltir því fyrir sér afhverju maður var að læra þetta í sex ár ef það er hægt að ráða bara hvern sem er. Þetta er mjög erfitt nám, fáir leggja í að stunda það og margir hætta við eftir nokkur ár.
Ég reyndi að ná í prestinn í dag en hann er kominn í frí og svarar ekki í símann fyrr en eftir 6. ágúst... mjög hentugt. Ég ætla að tala við sóknarnefndarformanninn á morgun og láta hann vita hvað ég er ósáttur við þetta. Ég var búinn að segja þremur organistum frá þessu sem allir voru steinhissa, sérstaklega af því að organistafélagið gerði heilmikið mál úr því þegar Keith var ráðinn í Breiðholtskirkju fyrir tveimur árum þrátt fyrir að útskrifaðir organistar hefðu sótt um. Það mál á að fara fyrir félagsdóm. Svo þegar ég ætlaði að segja þeim fjórða frá þessu vissi hann þegar af þessu og sagði að þetta væri altalað um allan bæ og væri þvílíkt hneyksli.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

jebb ég frétti þetta í gær.

Hildigunnur sagði...

sama hér, við sárhneyksluðumst þegar við fréttum af þessu við jarðarför í Dómkirkjunni í gær. Maður á bara ekki orð!

Veistu hvort Keith ætlar að hætta í Breiðholtskirkju eða verður hann á báðum stöðum?

Maggi sagði...

Ég hef ekki heyrt neitt en geri ráð fyrir að hann hætti í Breiðholti

Þóra sagði...

En ógeðslega fúlt.....