Það er ekki á hverjum degi sem maður fær að upplifa frumflutning á messu í sínu rétta formi. Manni líður eins og maður sé uppi á 18. öld. Ég fór sem sagt að hlusta á Vídalínsmessuna eftir Hildigunni í morgun og það tókst líka svona vel hjá öllum. Latneski hlutinn sem var fyrir kór og sópran var mjög fín en ég var ekki eins hrifinn af íslensku innskotunum, kannski af því að maður hlustar öðruvísi á textann og ég hef sjálfur reynslu af því að það er erfitt að láta hann hljóma eðlilega. En fyrsti hlutinn, kyrie, var mjög grípandi og skemmtilegur. Svo var alveg einstaklega fyndið að heyra prestinn vera alltaf að tala um Hallv..... Hildigunni Rúnarsdóttur. En það fór fyrir brjóstið á mér að ekki skuli hafa verið nein trúarjátning í messunni. Það hefði vel verið hægt að lesa hana. Það kemur mér á óvart að tveir prestar og einn djákni hafi ekki gert neitt í þessu.
Svo fór ég líka að hlusta á Schola cantorum með fyrstu tónleikana sína eftir að hann gerðist atvinnukór. Mótetturnar sem þau fluttu voru líka mjög fagmannlega sungnar, alveg tandurhreinar og vel mótaðar en það var meiri amatörbragur yfir smákonsertunum sem hver og einn kórmeðlimur fékk að spreyta sig á, ýmist sem sóló, dúett eða tríó. Sumir sungu mjög vel, alveg sérstaklega Jóhanna Halldórsdóttir alt, á meðan aðrir voru frekar óöruggir og svo voru reyndar nokkrir mjög kvefaðir.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
takk fyrir kveðjuna, þetta er annars myndarstrákur sem þið eigið:)
kv Villi
já, það var pínu fyndið að það var ekki nokkur leið að muna hvor okkar hét hvað :-D
Ég er reyndar sjálf ánægðust með millikaflana, þeir þurfa kannski að venjast meira í eyrum en kórkaflarnir. Þekkirðu annars Guðbrandsmessuna? Þarf að koma til þín upptöku af henni.
Jói vildi ekki hafa Credo í messunni (tónlistarmessunni það er að segja) annars hefði ég örugglega haft það með. En það er rétt, það hefði náttúrlega alveg mátt lesa trúarjátningu. Var samt ákveðið að láta verkið njóta sín í heild án þess að brjóta upp með tali og Credo á náttúrlega sinn stað inni í messunni.
Já komdu endilega til mín upptöku af Guðbrandi
will do :-)
takk fyrir komuna í gær! sammála eldri útgáfunni að ég er hrifnust af Vídalínsköflunum, finnst þeir alveg mögnuð mússík, sérstaklega guðslambið.
Verst að ég skyldi ekki hitta á þig þarna á eftir, ég ætlaði nefnilega að spyrja þig að soltlu ;)Hrökklaðist bara hálfvegis þarna aftur fyrir og missti því af mörgum góðum mönnum.
Skrifa ummæli