Ég skellti mér á Sinfóníutónleika. Ég hef ekki komist síðan ég fór út, þ.e. vorið 2001. Ég hef alltaf komið heim um jólin og sumarið og þá hafa ekki verið neinir tónleikar. Það voru sem sagt tvær Shostakovits sinfóníur í boði og píanókonsert eftir hann líka. Allt voða flott og skemmtilegt nema hvað að nokkrum bekkjum fyrir aftan okkur Mömmu voru nokkrir skólakrakkar, sennilega heill 10. bekkur sem mætti bara með kókglös og snakk og voru frekar óróleg og hentu meira að segja einhverju pappírsdrasli í hausinn á mér. Við fluttum okkur fram á fimmta bekk eftir hlé og það var miklu betra. Hljómaði líka betur. Svo fannst mér reyndar aukalag píanistans furðu ómerkilegt, sem sagt Mazurka eftir Chopin, sem var frekar óáugaverður eftir allan þennan Shostakovits.
En það var mikill munur að fara á tónleika hérna miðað við úti. Maður þekkti annan hvern mann í kvöld en úti, alveg sérstaklega í Stokkhólmi, var maður yfirleitt alveg aleinn og ráfaði um eins og illa gerður hlutur í hléinu.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli