sunnudagur, mars 05, 2006

Kórinn var með árshátið í gær og það var bara mjög gaman. Það er langt síðan við Hrafnhildur höfum fengið að sitja saman í svona veislu. Í Svíþjóð var alltaf séð til þess að pör fengju ekki að sitja saman. En við lentum á mjög skemmtilegu borði, maturinn var mjög góður og skemmtileg skemmtiatriði, þar á meðal saminn söngtexti um mig með tilvitnunum í kommentin mín á æfingum og meira að segja fjallað um Skrám.
Það er nú af sem áður var að maður skemmti sér langt fram eftir nóttu. Við kunnum ekki við annað en að koma okkur heim skömmu eftir miðnætti. Afinn og amman pössuðu Ísak og það gekk mjög vel, þurfti ekkert að hafa fyrir honum. Hins vegar er hann aftur dottinn inn í tveggja tíma rútínuna á nóttunni. Hann þarf að fara í átak aftur. Hin amma hans er svo í óvissuferð með Eimskip og í þetta skiptið lentu þau í Montreal.
Við ætlum svo að skoða íbúðina okkar í Mosarima í dag. Ég hef áhyggjur af því að ég sjái hana fyrir mér í dýrðarljóma og verði svo fyrir vonbrigðum í dag því við höfum bara séð hana einu sinni.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

kannast við þetta með íbúiðina. Ég var alltaf að gera veggina stærri eða mig mynnti að einhver litur væri ógeðslegri en hann var.
En gaman að það skuli vera samið um þig, að ekki sé minnst á Skrám