þriðjudagur, mars 21, 2006

Það er búið að gera þetta líka fína plakat fyrir tónleikana. Nú er um að gera að fara að verða sér úti um miða. Það er hægt að fá þá ódýrari í gegnum kórfélaga og mig náttúrlega. Þetta er farið að hljóma mjög vel. Ég gat rennt Mozart nánast öllum í gegn í gærkvöldi og unnið heilmikið með smáatriði og hljóminn. Haydn er svo miklu auðveldari fyrir kórinn en afar viðkvæmur. Mér finnst eiginlega skemmtilegast hvað kórfélagar eru hrifnir af verkunum. Enginn þekkti þau áður. Svo eru í gangi viðræður við RÚV um að taka upp tónleikana. Þeir hafa sýnt mikinn áhuga. Vonandi sé ég ykkur sem flest á pálmasunnudag eða þriðjudagskvöldið 11 april.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ja maður spyr ekki að sparihönskunum! þarna er það bara svart á hvítu, ja eða svona gráu Stjórnandi: Magnús Ragnarsson, undir ekki ómerkari nöfnum en Mósart og Hæden, míó díó, til lukku! Og hvað segirðu er nokkuð varið í þetta? Vildi ég gæti samglaðst ykkur og verið á staðnum, en í staðinn get ég vonandi hlustað á RÚV, eða dánlódað þessu í flutningi Bratislava áhugasöngsveitarinnar...Luv til fjölskyldunnar, Markús

Nafnlaus sagði...

Rosalega er þetta flott. Glæsilegt plaggat og ekki ömurlegt að sjá Magnús Ragnarsson tróna undir Hædn og Mósart. Mömmuhjartað tók tryllt hjartsláttarhopp við að sjá þetta.

Nafnlaus sagði...

Þetta er ótrúlega flott! Tónleikarnir eru ábyggilega flottir og það getur nú bara meira en vel verið að maður hafi samband upp á miða :)

Maggi sagði...

Komið endilega sem flest. Þetta verður mjög flott. Ég verð alltaf hrifnari og hrifnari af tónlistinni. Ánægður með þetta plakat sem einn kórmeðlimurinn gerði.