sunnudagur, janúar 29, 2006


Ísak er búinn að vera afslappaður og rólegri fyrir það mesta. Hann skælbrosir ansi oft til okkar, sérstaklega þegar hann nær augnsambandi við mig á skiptiborðinu. Hrafnhildur er búin að vera á kúarafurðalausu mataræði og ég held að það sé að skila árangri.

Ég er alveg gáttaður á þessari umferðarmenningu. Það er alltaf einhver gaur sem keyrir á fullu um íbúðargötur, fólk dreifir sér yfir akreinarnar þ.a. það er ekki hægt að taka fram úr nema með því að sikksakka og svo er ég oft sá eini sem hleypi fólk inn í röðina, en þá treður sér alltaf næsti bíll á eftir inn í röðina. Ótrúleg frekja.

Engin ummæli: