föstudagur, janúar 27, 2006

ÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍ!!!!!!!!!!!!!!!!

Ég fór í morgun á fasteignasölu og gerði tilboð í íbúð. Það stendur fram til klukkan 11 á mánudaginn. Við ætluðum að gera tilboð í gær í sérhæð við Langholtsveg en fréttum svo á miðvikudagskvöldið að hún hefði allt í einu selst. Hún hafði verið í sölu síðan í nóvember og ekkert tilboð komið.

Þessi er í Mosarima og var sett á sölu í fyrradag. Við erum reyndar ekkert hyperánægð með staðsetninguna, þetta er eins og að keyra upp í Mosó en íbúðin er voða hugguleg, á jarðhæð með sérgarði/palli og mjög stutt í leikskóla og skóla. Svo er þetta byggt '94 þannig að maður þarf líklega ekki að standa í miklum eða neinum viðgerðum sjálfur næstu árin.

2 ummæli:

Hildigunnur sagði...

toj toj!

Nafnlaus sagði...

spennandi!!!