fimmtudagur, maí 26, 2005

Enn af vinnustaðnum

Það er alltaf starfsmannafundir á fimmtudagsmorgnum og þeir eru ansi óeffektívir því fólk þarf að tala svo mikið, heyra ekki hvað er sagt og hverfur svo eitt af öðru. Undir lok fundarins í morgun vorum við bara sex eftir og töluðum um hvernig hægt væri að bæta úr þessu því það voru ansi margir pirraðir á þessu. Það var talað um að skiptast á að stýra fundinum og ég bauðst til að gera það næstu viku og það var vel tekið í það. Skömmu síðar hitti ég sóknarprestinn og þegar honum var sagt að ég myndi stýra næsta fundi áttaði ég mig á því að þetta var rangt. Hann var ekki með þegar við töluðum um þetta og tók þessu sem persónulegri árás á sig, sem það var ekki. Þetta var ekki bein krítík á hann en það er hann sem á að stjórna fundunum. Þetta er dálítið leiðinlegt því ég hef sett út á ansi margt undanfarið og barði í borðið í síðustu viku og sagðist ekki vilja halda áfram þarna ef ekkert gerðist. Eftir það hefur ýmislegt gerst sem betur fer. Við drógum þessa ákvörðun sem sagt til baka.

Gaman að því að það var hringt frá Unglingakórnum í Trångsund (sem er hin kirkjan þar sem mér var boðið starf)og þau ætla að koma í næstu viku til okkar í Nynäshamn og vera með á tónleikum. Það væri gaman að koma á samstarfi á milli þessara tveggja unglingakóra.

Engin ummæli: