Þetta eru nú meir fjárútlátin hjá okkur um þessar mundir. Við höfum á undanförnum vikum keypt flugmiða til Íslands, helgarferð til Tallin, flugmiða til Suður Frakklands í brúðkaup Markúsar og Dóró ásamt bílaleigubíl og hóteli og í gær pöntuðum við pláss í ferjuna til Gotlands fyrir annað brúðkaup í ágúst og það var alls ekki svo ódýrt. Svo eigum eftir að flytja og við ætlum að notast við flutningafyrirtæki, þurfum mögulega að borga tvöfalda leigu í júlí og ætlum að kaupa bíl.
Ég er að klára Angels & Demons eftir Dan Brown. Mér finnst hún ekki eins góð og Da Vinci, reyndar frekar langdregin. En hann er samt góður. Um daginn las ég Svartir englar sem Hjalti og Vala gáfu mér í afmælisgjöf og hún er mjög góð. Svona bók sem erfitt er að leggja frá sér. Mér finnst þessar íslensku spennisögur eiga það sameiginlegt að vera með áhugaverða karaktera, halda manni við efnið en lausnin er sjaldnast spennandi.
Í gær var fjölskyldudagur í vinnunni. Það kom alveg fullt af litlum krökkum, alveg niður í nokkura vikna gamlir. Þegar við vorum að borða pulsur eftir guðsþjónustuna sá ég einn krakkann sem var eitthvað rauður á nefinu, og svo annan og svo annan og mér datt í hug að það hafi verið dálítið kalt í kirkjunni. Svo kom eldabuskan til mín, máluð eins og köttur í framan og sagðist hafa verið að mála krakkana. Þá fattaði ég hvað þetta var. Mikið getur maður verið vitlaus stundum.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli