sunnudagur, maí 08, 2005

Annar af tveimur orgelnemendum mínum spilaði í messunni í morgun og vakti mikla lukku. Hann komst líka inn í tónlistarmenntaskóla í Stokkhólmi næsta haust sem tekur inn 25 nemendur á ári, þar af bara 2 píanista.

Ég er að setja saman sönghóp með útvöldum söngvurum til að syngja á tónleikum í sumar en það gengur bölvanlega að finna æfingatíma þar sem allir geta. Ég er búinn að hringja og sms-a alveg ótrúlega oft. Held ég sé búinn að finna tíma en á eftir að fá staðfestingu frá einum. Svo á ég reyndar eftir að finna tónlist en það verður væntanlega auðveldara.

Við vorum að pína Skrám til að fara út en það var þvílík barátta. Hann er svo mikið músarhjarta. Á kvöldin er hann alveg æstur í að fara út, þ.e. þegar það er enginn umgangur en svona að degi til og þegar það er að okkar frumkvæði þá kemur það ekki til greina.

Engin ummæli: