Ég hef lengi verið á því að Davíð Oddson eigi að fara úr Seðlabankanum. Síðustu vikur hefur það verið alveg hrópandi augljóst að hann verður að gera það. Hann er fyrir löngu búinn að sanna það að hann á ekkert erindi þangað inn.
Eftir viðtal Kastljóssins við Geir Haarde er ég á því að forsætisráðherra eigi líka að víkja. Ég hef sjaldan orðið vitni að þvílíkum aumingjaskap! Ég hef enga trú á þessum manni lengur!
Ég er þar að auki búinn að missa ALLA trú á Sjálfstæðisflokknum. Ég hef ekki kosið hann í áratug og mun ALDREI aftur eyða atkvæði mínu á þann flokk. Hann er búinn að klúðra málunum illilega hér í borginni og nú ber hann ábyrgð á gjaldþroti Íslands. Hann hefur haft forsætis- og fjármálaráðuneytið í 17 ár, hann lagði niður Þjóðhagsstofnun og hann afhenti útvöldum vinum bankana á silfurfati og það hefur nota bene aldrei verið rannsakað.
Mætum öll á Austurvöll á laugardaginn með kröfuspjöld!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Ég á voða erfitt með að hætta að kjósa Sjálfstæðisflokkinn - helvíti erfitt að "vote with my feet". Liggur við að ég sjái eftir því...
Bara að þú hafir einhvertíma kosið Sjálfstæðisflokkinn! ...
já, það hef ég nefnilega aldrei gert!
Ég kaus flokkinn fyrir meira en áratug og skammast mín ekkert fyrir það. Þá hafði ég trú á því sem þeir stóðu fyrir. Ég hef hins vega kosið Vinstri græna undanfarið og mun sennilega halda mig við þá svo framarlega sem ekkert betra bjóðist.
Skrifa ummæli