Tónleikar með Söngsveitinni Fílharmóníu, Ragnheiði Gröndal og Hauki Gröndal
Sunnudaginn 12. október og miðvikudaginn 15. október nk. heldur Söngsveitin Fílharmónía tónleika þar sem kórinn flytur klezmertónlist, þjóðlagatónlist Gyðinga frá Austur-Evrópu, ásamt systkinunum Ragnheiði og Hauki Gröndal og þjóðlagasveit hans. Magnús Ragnarsson er stjórnandi tónleikanna. Þau systkin Haukur og Ragnheiður hafa átt mikinn þátt í að vekja athygli á þessari litríku og fjörugu tónlist hér á landi, þar sem saman blandast stef úr trúarlegri tónlist gyðinga við dans- og þjóðlagatónlist Evrópu og Miðausturlanda, ekki síst grískri og tyrkneskri alþyðutónlist.
Haukur Gröndal stofnaði íslensk-dönsku klezmer hljómsveitina Schpilkas, sem hefur gefið út tvær hljómplötur, en Ragnheiður söng með hljómsveitinni.
Ragnheiði Gröndal þarf ekki að kynna fyrir íslenskum tónlistarunnendum. Hún hefur sungið sig inn í hug og hjörtu landsmanna og gefið út fjórar sólóplötur sem allar hafa náð miklum vinsældum og sungið með ýmsum hljómsveitum auk Schpilkas.
Tónleikarnir á sunnudeginum er klukkan 17 en klukkan 20 á miðvikudeginum, í Neskirkju (við Hagatorg). Miðar fást hjá kórfélögum, í versluninni 12 Tónum og við innganginn.
Fyrir þá sem ekki þekkja til þessara tónlistar má heyra Hauk Gröndal hér í skemmtilegri klezmer sveiflu, hér má sjá smá videósýnishorn af annarri hljómsveit.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli