laugardagur, október 18, 2008

Aðrir tónleikar vetrarins


Klezmertónleikarnir með Fílharmóníunni og Gröndal systkinunum ásamt hljómsveit gengu alveg stórkostlega vel. Það var rosa góð stemning og nánast full kirkja í bæði skiptin. Ég man varla eftir öðrum eins viðbrögðum eins og á miðvikudaginn.
Hlómeyki verður með mjög flotta tónleika næstkomandi laugardag kl. 12 í Hásölum í Hafnarfirði, þ.e. salurinn á milli Hafnarfjarðarkirkju og Tónlistarskólans. Við ætlum að frumflytja fjögur verk
  • Utan hringsins eftir Þóru Marteinsdóttur
  • Bakkabræður eftir Hildigunni Rúnarsdóttur
  • Smiðurinn og bakarinn eftir Ríkarð Örn Pálsson
  • These few words eftir Önnu Þorvalds
Kristján Orri kontrabassaleikari spilar í verkunum eftir konurnar en Kjartan Valdemarsson leikur á píanó í kantötunni eftir Ríkarð. Hún byggir á dæmisögunni eftir Johan Herman Wessel sem fjallar um að hengja bakara fyrir smið. Hnyttin, djössuð og mjög skemmtilega kantata. Verkið hennar Hildigunnar er líka djassað og grípandi, gæti orðið smellur. Verkið hennar Þóru er líka mjög flott enda kolféll kórinn fyrir því. Það er samið við texta Steins Steinars sem hefði orðið 100 ára um daginn. Verkið hennar Önnu er við texta eftir Octavio Paz og er eitt það mest krefjandi sem ég og kórinn höfum tekist á við í sameiningu. Það verður gaman og spennandi að flytja það á tónleikunu.
Ég hvet alla til að mæta. Miðaverð 1000 kr.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hér :)