Ááá...iiii!
Þegar ég var að taka lestina í morgun þá rann ég í hálkubletti og lenti á milli lestarinnar og brautarpallsins. Þetta var í eitt af fáum skiptum þar sem ég þakkaði Guði fyrir að vera ekki grannur. Hefði ég verið eins og Hrafnhildur þá hefði ég lent undir lestinni. Þetta var sem sagt klukkan níu í morgun, ekki margir á ferli og flestir annað hvort sofandi eða niðursokknir í bók eða með heyrnartól þannig að ég veit ekki hvort nokkur hafi tekið eftir þessu. Sem betur fer kom ekkert fyrir mig en ég er dálítið aumur í rófubeininu þannig að það er frekar óþægilegt að standa upp og svo er ég með verk í hægri upphandlegg þannig að ég ætti sennilega ekki að æfa mig í að stjórna næstu daga.
Nú eru dagsetningarnar fyrir inntökuprófin komin á hreint. Ég fer sem sagt til Köben aðra vikuna í febrúar og prófið í Stokkhólmi verður í dimbulvikunni. Þetta eru aðrar dagsetningar en ég bjóst við og því þurfti ég að hliðra ýmsu til í vinnunni en það gekk bara vel. Núna eru allir að spurja mig hvað gerist ef ég kemst inn og segjast svo eftir á vona að ég komist ekki inn. Ég er miklu betur undirbúinn núna miðað við í fyrra en samt er ég svartsýnni núna. Ég heyrði að þeir sem eru í náminu núna hafa starfað sem konsertmeistarar í mörg ár. Það er orðin svo mikil samkeppni að komast inn að maður þarf að vera ansi góður stjórnandi fyrir til að gæta lært hvernig á að vera stjórnandi. Huh! Maður er til að mynda prófaður í partitúrspili, formfræði og hljóðfærafræði og ég veit ekki til þess að maður hafi getað lært þetta í Tónlistarháskólanum í Gautaborg. En ég er búinn að vera VOÐA duglegur að undanförnu. Það er bara spurning hvort það dugi til.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli