fimmtudagur, desember 30, 2004

Ég átti að vera í fríi á gamlárskvöld en þarf nú skyndilega að spila. En mér finnst það allt í lagi því þetta er minningarathöfn vegna hamfaranna í Asíu. Svo er búið að lýsa yfir þjóðarsorg á nýársdag og sem betur fer var ég búinn að æfa kvartett til að syngja akkúrat þennan dag og tónlistin passa ágætlega.
Það er svo erfitt að átta sig á þessum hamförum. Maður skilur ekki að vatn geti verið svona stórhættulegt. Og þessar tölur yfir látna eru svo svakalegar að maður á erfitt með að trúa þeim. Ég held að þessi fyrstu áramót okkar í Svíþjóð verði frekar róleg.

Við hjónin erum sem sagt komin til baka til Svíþjóðar eftir stutt stopp yfir jólin á Íslandi. Það var alveg frábært. Ég vona að fólk hafi skilning á því að maður gat ekki hitt alla sem maður vildi.
Gleðilegt nýtt ár!

Engin ummæli: