Tengdapabbi minn (já hann er orðinn það núna) kom hérna í vikunni. Það var bara stutt stopp. Hann var hjá okkur í eina nótt og var svo á ráðstefnu daginn eftir og fór svo heim. En svo kemur hann aftur í næstu viku og verður álíka stutt en þá missi ég því miður af honum þar sem ég þarf að vera á æfingu í vinnunni. Það var voða notalagt að hafa hann og hann kom auðvitað færandi hendi með lakkrís, kleinur, hangikjöt, rúgbrauð, flatkökur og áramótaskaupið sem var nebblega ekki sett á netið. Við horfðum á það í kvöld og fannst bara voða gaman.
Á eftir fylgdi kveðja frá útvarpsstjóra sem er orðið voðalega veglegt og flott hjá honum Markús Erni. Það var líka gaman að heyra þessi alíslensku lög þótt þau geti verið alveg ferlega hallærisleg. Og á einum stað sprungum við reyndar úr hlátri yfir einhverjum kór og einsöngvara. Bjartur og Jóhanna báru alveg af með flottum flutningi á flotti lagi. Það var líka gaman að sjá hvernig organistinn lauk við lagið með viðeigandi bjartískum höfuðhnykk.
Ég sem ætlaði að vera svo duglegur að æfa mig fyrir inntökuprófin er allt í einu að drukkna í verkefnum. Núna um helgina verð ég að taka upp jólalög frá morgni fram á kvöld og um næstu helgi ætla ég að taka þátt í einhverjum gospeldegi í útvarpshúsinu en hlaupa frá um miðjan dag til að syngja og spila með Pro Musica sem kemur í heimsókn. Og í miðri viku ætla ca. 15 mismunandi hópar að koma fram í kirkjunni í dagskrá út af alþjóðlegum degi gegn misbeitingu valds (eða eitthvað þannig) og ég þarf að reyna að skipuleggja þetta allt saman.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli