þriðjudagur, janúar 25, 2005

Dooooohhhh!!!
Ég fór með Ipod-inn minn í vinnuna í dag. Ætlaði að vera voða sniðugur og færa yfir allar færslurnar úr nýja bókunarkerfinu sem var verið að taka upp í vinnunni. En svo var eitthvað vesen að tengja tækið við tölvuna, aðallega af því að maður keyrir tvo platforma, annar er bara tölvan mín og hinn er sameiginlegur fyrir alla. En jæja, ég fann út úr því og gat sett inn rétt forrit en svo bara... úps... var allt horfið af ipodnum. Ég tók eftir því um daginn að ég var með tónlist sem tók 2,4 daga að hlusta á. Til að bæta gráu ofan á svart þá var ekki hægt að færa yfir dagatalið úr bókunarkerfinu. Nú sit og hleð öllu draslinu inn aftur. Ég er kominn upp í ca. 30 tíma.
Það er ýmislegt sem virkar ekki í vinnunni. Aðallega skipulagslega séð. Og alltaf þegar ég kem með tillögur að úrbótum fara menn að verja óbreytt ástand. Og svo þræti ég dáldið og á fæ ég þetta svar: Já, Magnus. Ég skil hvað þú ert að fara en ef þú færð þessi réttindi, þá fara kannski fleiri fram á þau og hvernig væri það nú, ha, ef allir fengju bara að bóka það sem þeim sýndist í þessu nýja bókunarkerfi, það yrði bara kaós.
Garg!

Engin ummæli: