Nú er vika þangað til ég fer í inntökuprófið í Köben. Var að fá skilduverkefnið sem er annar þátturinn úr Linzer sinfoníunni eftir Mozart. Ég bjóst nú við einhverju erfiðara. En hann er reyndar í 6/8 sem ég í dálitlum erfiðleikum með. Veit ekki alveg afhverju. Svo tilkynntu þeir hvað af þeim verkum sem ég valdi til að stjórna þeir höfðu valið og þá reyndist það líka vera Mozart, sem sagt fyrsti þátturinn úr Jupitersinfóníunni. Þegar ég fyllti út umsóknina í lok nóvember og sá að ég átti að stinga upp á þremur mismunandi verkum til að stjórna þá stakk ég upp á Brahms og Stravinski en vantaði eitthvað eldra verk sem kannski gerði ekki eins miklar kröfur til hljómsveitarinnar og fann partitúr að Jupiter sinfoníunni upp í hillu sem ég hafði keypt þegar ég var í Cambridge fyrir nokkrum árum. Ég ákvað að skrifa það á umsóknina án þess að kunna það, ég hafði eiginlega aldrei hlustað á það. En síðan þá hef ég stúderað það og finnst hún bara mjög góð og skemmtileg.
Í gær fór ég með ungdomskórinn minn á gospeldag í útvarpshúsinu og það var æðislega gaman og allir skemmtu sér vel, aðallega vegna þess að þarna voru saman komnir rúmlega 1800 kórsöngvarar og sum lögin voru mjög góð. En sum fannst reyndar afskaplega leiðinleg. Það kom einn frægasti gospelsöngvari Bandaríkjanna sem hafði samið nánast öll lögin og þegar hann söng sóló var það þessi "Mariah Carey" stíll að syngja eins mikið af skrauttónum og hægt er og afbaka melódíuna. En að öðru leyti var þetta mjög skemmtilegt. Einhver ætti að taka upp á þessu á Íslandi.
Ég skrapp reyndar frá í nokkra tíma til að syngja með Pro Musica í St. Jacobskirkjunni sem liggur við Kungsträdgården. Það gekk voða vel og það mætti fullt af fólki og ég spilaði Litanies efter Alain á orgelið þarna sem er eitt það besta á Norðulöndunum. Það féll í góðan jarðveg. Ég hitti svo Anders Eby eftir á (þ.e. sá sem mun dæma kórstjórnarprófið hérna í Stokkhólmi) og hann var mjög hrifinn af spilamennskunni minni og heyrði mig syngja tenór í sólókvartett í einu verkinu og var að spá í að flytja mig upp í tenórinn í Mikaeli kórnum. Ég sem var búinn að venja mig við fyrsta bassa, voða þægilegt, þarf eiginlega aldrei að hita upp.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli