laugardagur, desember 04, 2004

Vá hvað Kristján Jóhannsson er mikill hálfviti. Ég horfði á þennan Kastljósþátt eftir að Anna Dögg (sem er í heimsókn hjá okkur núna um helgina) benti okkur á hann og hefði ég verið á staðnum hefði ég glaður vilja kíla hann í magann þegar hann var hvað dónalegastur.
Þegar ég var í Kósý vorum við oft beðnir um að koma fram til styrktar einhverju sem við og gerðum. Stundum urðum við að segja nei og það var alltaf erfitt en ALDREI datt okkur í hug að fá borgað fyrir það. Við hefðum haft of mikið samviskubit hefðum við grætt á þessu. Ég skil alveg að þeir sem gefa vinnuna sína vilja kannski ekki þurfa að borga of mikið með þessu. Svo fer það alveg svakalega í taugarnar á okkur listamönnum þegar það er ætlast til að við gefum vinnuna okkar en það á að borga öllum öðrum. Það er mjög algengt viðhorf. En þessar upphæðir sem maður er að heyra eru gjörsamlega út í hött. Bæði finnst mér siðlaust af fólkinu að setja fram þessar kröfur og að tónleikahaldararnir gangist við þeim. Einna verst finnst mér þessi húsaleiga kirkjunnar. Þetta yrði ennþá meira hneiksli hér í Svíþjóð ef kirkjan ætlaði að græða á líknarmálefni. Maður verður mikið var við það þegar maður kemur heim til Íslands hvað kapítalisminn er alsráðandi. Sérstaklega tek ég eftir muninn á kirkjunum þar sem margar íslenskar kirkjur eru bara í pjúra viðskiptum, sérstaklega hvað varðar útleigu á húsnæði.

Engin ummæli: