sunnudagur, mars 21, 2004

Þá virðist húsnæðismálin vera að leysast.
Það er nebblega hún Daniella í Stokkhólmi sem vill skipta við okkur. Hún er með íbúð rétt hjá Fridu fyrrverandi sambýliskonu Hrafnhildar og íbúðin er algjörlega endurnýjuð. Nú er það bara leigusalinn sem þarf að samþykkja okkur. Það tekur u.þ.b. tvær vikur. Við höfum smá áhyggjur af því að þeir hafni okkur þar sem við erum ekki búin að fá vinnu (hvorugt okkar búið að sækja um). Hrafnhildur var að ganga frá umsókninni sinni fyrir talmeinafræðistöðu í Stokkhólmi og það var voða flott hjá henni. Ég hef merkilegt nokk aldrei gert svona umsókn. Þó hef ég unnið á þó nokkrum stöðum. Yfirleitt hefur mér bara verið boðin vinna og þá hefur þetta bara verið ákveðið í gegnum símann. Einu sinni var ég beðinn um að skila inn formlegri umsókn þar sem ég var þegar byrjaður að vinna.
Áðan voru tónleikar með Pro Musica sem gengu mjög vel og voru vel sóttir. Núnar eru bara ca. 5 æfingar eftir og einir tónleikar og svo ekkert meira. Mér hefur reyndað verið boðið að koma með til Brasilíu í nóvember en ég veit ekki hvort ég kemst með þar sem ég veit ekki hvað ég verð að gera í haust. Ég á eftir að sakna kórsins mjög mikið. Bæði fólksins sem er mjög skemmtilegt og yndislegt og kórstjórans sem er mjög góður. Ég hef verið í ansi mörgum kórum og komist að því að það er mjög auðvelt að finna eitthvað að kórstjóranum en þessi vinnur mjög vel, alltaf vel undirbúinn og nánast alltaf í góðu skapi. Það er lítið hægt að setja út á hann. Svo er stemningin svo góð. þótt að þetta sé einn af bestu kórum Svíþjóðar er ekki til neinn hroki né öfundsýki. Mér hefur stundum ofboðið hrokinn og baktalið í íslensku kórunum og að það sé ekki hægt að sætta sig við að einhver annar geri hlutina öðruvísi.
maggiragg@hotmail.com

Engin ummæli: