Já Markús minn. "...og um ennið hélt." Ég sel það ekki dýrara en ég keypti það. Ég varð mjög ánægður í fyrra þegar ég komst loksins að því hvað Ellen Kristjánsd. syngur í Einhvers staðar einhvern tíman aftur (sem er eitt besta íslenska dægurlagið):
"Það er alveg nóg af sorg og sút,
svo ég ætla eitthvað út,
finna einhvern félagsskap
því hik þú veist er sama' og tap."
Og hvað segir eiginlega Aretha Franklin í Respect: R-e-s-p-e-c-t find out what it means to me. R-e-s-p-e-c-t ... (og hvað svo). Ég hef alltaf sungið "Take care t-c-t" án þess að mér hafi fundist það meika einhvern sens. Hún Ellen Degeneres var að benda á þetta í einu af uppistandinu sínu, hún er alveg frábær. Ég horfði nú eiginlega aldrei á þættina hennar en hún er mjög fyndin á sviði.
Fyndnasta misskilninginn á bróðir minn sem söng á árum áður: Baby, now that I've drowned you I can let you go! Sem á reyndar að vera: Baby, now that I've found you I can't let you go! Og systir mín söng: Lítill fugl á ljúfum teini. Eins og það væri verið að grilla greyið fuglinn en það á víst að vera: Lítill fugl á laufgum teigi.
Þetta minnir mig líka á allar jarðarfarirnar sem maður var að syngja við. Stundum vorum við að skiptast á sögum og hlógum og hlógum og þurftum svo að fara inn mjög alvarleg og syngja. Eitt það fyndnasta var þegar við vorum að tala um Faðir vor (sem mér finnst alltaf svo asnalegt þegar bænin er kölluð Faðir vorið)
Það er vor
þúsund metra' á himnum.
Helgi! (stytt nafn)
til komi þitt ríki.
Verði þinn vilji svo á jörðu sem á himni. Gef oss í dag vort daglegt brauð og fyrirgef oss vorar skuldir svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunautum (hér þurfti mamman að gera hlé á bæninni og hlaupa í símann og þegar hún kom aftur og spurði son sinn hvert þau voru komin þá sagði hann: Við vorum komin að nautunum.)
Eigi legg þú ost í frysti (Hann Guð kann að gefa góð heimilisráð)
Heldur frelsa oss frá illu.
Því þitt er ríkið, mátturinn og dýrðin að eilífu.
Amen.
maggiragg@hotmail.com
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli