föstudagur, desember 28, 2007


Þá er komið að tónleikunum sem ég hef beðið svo lengi eftir. Við æfðum Náttsöngvana í Kristskirkju í kvöld (fimmtudag). Hljómburðurinn er alveg æðislegur fyrir þetta verk. Það er virkilega hægt að leyfa sér að syngja veikt. Það má sjá smá bút í lok tíu frétta í kvöld.
Ég er viss um að þetta eigi eftir að verða æðislegt þegar allir eru á tánum á tónleikunum. Ég held að það sé að verða uppselt. Það verður svo æðislegt að taka verkið aftur í Skálholti í júlí næstkomandi. Hlakka þegar til!

8 ummæli:

Maggi sagði...

Það má svo heyra viðtal við undirritaðan á Morgunvakt Rásar 1 í morgun: http://dagskra.ruv.is/streaming/ras1/?file=4366965/9

Nafnlaus sagði...

já, þetta verður baaara snilld :D

Nafnlaus sagði...

erum við að taka þetta aftur í sumar? svakalega fylgist ég vel með (roðn);)

Þóra Marteins

Maggi sagði...

Jebb. Fimmtudagskvöldið 10. júlí í Skálholti. Ég og Siggi Halldórs ákváðum það síðasta sumar. Svo frumflytjum við messuna eftir Svein Lúðvík á laugardeginum.

Nafnlaus sagði...

Blessaður Magnús og takk fyrir síðast. Því miður þá varð ég að láta tónleikana fram hjá mér fara að þessu sinni en fæ annan sjens í sumar. Gott.
Góðar kveðjur til ykkar hjóna.
Lilja

Nafnlaus sagði...

Gaman að vita. Skal fylgjast betur með næst :)

Þóra Marteins
p.s. var ég búin að láta þig fá aðgang á bloggið mitt?

Maggi sagði...

neibb

Nafnlaus sagði...

úbbs... græja það

Þ.