þriðjudagur, ágúst 28, 2007

Takið nú fram dagatalið og merkið inn mikilvægar tónleikadagsetningar fyrir haustið.

Helgina 6 og 7 október kl. 17.00 flytur Fílharmónían klezmer tónlist í Seltjarnarneskirkju ásamt Hauki Gröndal og nýstofnuðu bandi hans og Ragnheiði systur hans.

Laugardaginn 3 nóvember syngur Hljómeyki Vakna þú sál mín eftir Jón Þórarinsson á tónleikum í Dómkirkjunni í tilefni af níræðis afmæli tónskáldsins. Kór Langholtskirkju og Dómkórinn flytja einnig kórverk eftir Jón og Marteinn leikur á orgelið.

Sunnudaginn 11 nóvember kl. 18 í Seltjarnarneskirkju flytur Hljómeyki hið frábæra Vesper eftir Rachmaninoff

Sunnudaginn 9 og miðvikudaginn 12 desember stendur Fílharmónían fyrir aðventutónleikum kl. 20 í Langholtskirkju. Þeir verða með svipuðu sniði og í fyrra enda heppnuðust þeir alveg einstaklega vel. Nanna María Cortes syngur með sinni silkimjúku rödd og Steingrímur orgelsnillingur spilar með.

Föstudaginn 28 desember verður Hljómeyki með jólatónleika í Seltjarnarneskirkju kl. 20.
Það verður pottþétt flott tónlist í mjög góðum flutningi.

Fimmtudaginn 13 mars kl. 19.30 flytur Fílharmónían Þýsku sálumessuna eftir Brahms ásamt Sinfóníunni.

Svo koma dagsetningar fyrir kór Áskirkju bráðum.

4 ummæli:

Hlínza sagði...

víííí ég hlakka svo ótrúlega mikið til!! :):)

Nafnlaus sagði...

og svo verður Mótettan með Vespers sem aðalverkefni vorsins ;)

Maggi sagði...

Nú já? Fluttu þau þetta ekki í fyrra?

Nafnlaus sagði...

ekki allt, held ég.