sunnudagur, janúar 07, 2007
Við hjónin keyptum áskriftarkort í Þjóðleikhúsið ásamt Önnu Dögg og Sævar. Við fórum að sjá Stórfengleg í haust sem var vissulega oft fyndið en ansi metnaðarlaust leikrit. Í gær fórum við að sjá Bakkynjur og það er tvímælalaust leiðinlegasta leiksýning sem ég hef séð. Maður náði engu samhengi og átti mjög erfitt með að ná söguþræðinum. Ég veit í rauninni ekki hvort leikritið er gott en uppfærslan var alveg ferleg. Alltaf þegar einhver leikari var með mónólóg þá var annar með einhverja stæla annars staðar á sviðinu og maður átti fullt í fangi með að ná textanum. Flestir voru allsberir á einhverjum tímapuntki og svo voru konurnar ýmist öskrandi, dansandi eða rappandi. Það var bara hálfur salur en yfirleitt var einhver áhorfandi sofandi. Í hléinu fóru svo margir að kaupa sér leikskrá til að geta lesið um söguþráðinn. Við gengum út í hléi eftir að hafa setið undir þessu í klukkutíma og þrjú korter.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
hehehe Jón minn fékk einmitt boðsmiða fyrir tvo í Þjóðleikhúsið jólagjöf frá einhverjum viðskiptavininum í FYRRA og við höfum ekki enn fundið sýningu sem okkur langar á.. Reyndar er það ekki rétt, við ætluðum alltaf á Pétur Gaut en það var alltaf uppselt.. förum nú örugglega á það þegar það kemur aftur.
Nú. Kemur það aftur? Ég hélt einmitt að ég hefði misst af því líka. Var einmitt til í að sjá það.
já ég held alveg örugglega að það eigi að taka upp sýningar einhverntíma í vor.
Þá veit ég hvað ég geri við boðsmiðana sem ég fékk á þessa sýningu í áramótagjöf.. Þeir fara beinustu leið í ruslið, að hugsa sér tíman sem ég hef grætt á því að fara ekki :-)
Já vertu feginn. En að einu leyti var þetta gott því sýningin var mjög eftirminnileg
Skrifa ummæli